Fer að snjóa eftir hádegi
Það var falleg sólarupprásin í morgun eins og sjá má á myndinni hér að ofan sem Hilmar Bragi tók núna kl. 09:00. Það eru hins vegar blikur á lofti því veður er að breytast.
Austan 13-20 og skýjað í dag við Faxaflóa, en 18-23 á Kjalarnesi. Snjókoma eða slydda með köflum eftir hádegi, fyrst syðst. Austan og norðaustan 10-18 á morgun og úrkomuminna. Hlýnandi, hiti 0 til 5 stig síðdegis.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 8-15 og skýjað. Austan 10-18 eftir hádegi og slydda eða snjókoma af og til síðdegis, en mun hvassara á Kjalarnesi. Heldur hægari á morgun. Hiti um frostmark, en 0 til 4 stig undir kvöld.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðaustan 13-20 m/s A- og SA-til fram eftir degi, 10-18 m/s NV-til, en lengst af heldur hægari S- og SV-lands. Snjókoma eða slydda SA- og A-lands, él með norðurströndinni en skýjað með köflum SV-til. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust við SA-ströndina.
Á laugardag:
Norðaustan 8-15. Él N- og A-lands, bjartviðri að mestu syðra, en líkur á stöku éljum. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins N-lands.
Á sunnudag og mánudag:
Norðaustlæg átt og él við norður og austurströndina en bjartviðri sunnan jökla. Hiti yfirleitt undir frostmarki,
Á þriðjudag:
Útlit fyrir vaxandi norðaustanátt og slyddu eða snjókomu norðaustanlands en áfram úrkomulítið SV-til. Hiti yfir frostmarki við ströndina en vægt frost inn til landsins.
Spá gerð: 19.02.2014 09:01. Gildir til: 26.02.2014 12:00.