Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fer að rigna síðdegis
Mánudagur 11. september 2006 kl. 09:15

Fer að rigna síðdegis

Í morgun kl.06 var suðvestlæg átt, víða 5-10 m/s. Rigning suðaustanlands, stöku skúrir vestantil, en annars skýjað með köflum og þurrt. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á Seyðisfirði og Akureyri.

Yfirlit: Um 500 km VNV af Snæfellsnesi er 984 mb lægð sem þokast NA. Yfirlit gert 11.09.2006 kl. 03:07

Veðurhorfur á landinu: Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Suðvestanátt, víða 5-10 m/s. Skúrir vestantil, rigning í fyrstu suðaustanlands, en annars skýjað með köflum og þurrt og léttir víða til er líður á daginn. Vaxandi suðaustanátt með rigningu á morgun, fyrst suðvestantil. Suðaustan 8-13 um landið sunnan- og vestanvert með rigningu undir kvöld, en annars hægari og bjart. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn:
Suðvestan 5-10 m/s og skúrir. Vaxandi suðaustanátt á morgun, 8-13 og fer að rigna síðdegis. Hiti 8 til 12 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024