Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fer að rigna seint í kvöld
Föstudagur 25. júlí 2008 kl. 09:48

Fer að rigna seint í kvöld

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Austan 8-13 m/s og súld með köflum á SV-landi, en annars hægari og léttir víða til, en áfram þokuloft úti við N- og A-ströndina. Hvessir síðdegis og austan 10-15 og fer að rigna um kvöldið, fyrst syðst. Suðaustan 5-10 og skýjað með köflum á morgun, en sums staðar dálítil væta S- og A-lands. Hiti 15 til 22 stig inn til landsins.


Faxaflói
Suðaustan 5-8 m/s og skýjað, en austan 10-13 síðdegis og fer að rigna seint í kvöld. Suðaustan 8-10 og þurrt að kalla á morgun. Hiti 15 til 20 stig að deginum.


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 8-10 m/s og þurrt að mestu, en austan 10-13 og rigning um tíma seint í kvöld og í nótt. Hiti 12 til 17 stig.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag og mánudag:
Suðaustan- og austanátt, 5-10 m/s sunnantil, en mun hægari norðantil. Skýjað að mestu sunnan- og vestanlands og dálítil væta öðru hvoru, en annars léttskýjað. Hlýtt veður, einkum norðaustanlands.


Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Austlæg átt og víða rigning, einkum sunnan- og austantil. Áfram hlýtt í veðri.