Miðvikudagur 10. september 2003 kl. 09:30
Fer að rigna með kvöldinu
Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt, víða 3-8 m/s og bjart veður, en 10-15 og smá skúrir með suðurströndinni. Hvessir seint í kvöld og fer að rigna sunnan til í nótt. Austanátt á morgun, víða 10-15 m/s og rigning, en hvassari með suður- og vesturströndinni. Hiti 10 til 16 stig að deginum.