Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 24. febrúar 2003 kl. 19:26

Fer að rigna í nótt

Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnanátt, víða 10-18 m/s og skúrir eða slydduél vestantil á landinu, en annars hægari og skýjað með köflum. Lægir heldur vestantil í nótt og fer að rigna sunnanlands. Fremur hæg austlæg eða breytileg átt suðvestan og vestantil í fyrramálið og dálítil rigning eða súld, en suðaustan 8-15 og rigning um landið austanvert og talsverð rigning á Suðausturlandi. Hiti 2 til 9 stig, hlýjast norðaustanlands.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024