Fer að rigna í kvöld
Faxaflói: Hæg vestlæg eða breytileg átt og úrkomulítið. Gengur í suðaustan 8-15 m/s í kvöld með rigningu. Sunnan 8-13 á morgun og skúrir, eða sums staðar slydduél. Hægt hlýnandi, hiti 2 til 6 stig í kvöld.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg vestlæg eða breytileg átt og úrkomulítið. Gengur í suðaustan 8-13 m/s í kvöld með rigningu. Sunnan 5-10 á morgun og skúrir. Hægt hlýnandi, hiti 2 til 6 stig í kvöld.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Snýst í vaxandi austan- og norðaustanátt. Víða 10-15 m/s síðdegis, slydda eða rigning og hiti 1 til 5 stig, en snjókoma og hiti um frostmark á N- og V-landi.
Á fimmtudag:
Hvöss norðan- og norðvestanátt, en hægari vindur V-lands. Þurrt S-til á landinu, annars snjókoma eða él. Frystir um allt land.
Á föstudag:
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en sums staðar él við ströndina. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum.
Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með éljum, en úrkomulítið A-lands. Fremur kalt í veðri.