Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fer að rigna
Þriðjudagur 25. október 2011 kl. 07:25

Fer að rigna


Norðaustan 8-13 m/s og fer að rigna við Faxaflóa, en hægari kvöld. Suðaustan 8-13 og skúrir á morgun. Hiti 3 til 8 stig að deginum.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 8-13 m/s og dálítil slydda framan af morgni, en síðar rigning. Hægari í kvöld, en suðaustan 8-10 og skúrir á morgun. Hlýnar í veðri og hiti 2 til 7 stig eftir hádegi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Suðaustan 8-13 m/s og rigning eða súld á A-verðu landinu og með S-ströndinni, en annars skúrir. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast V-lands.

Á fimmtudag: Austlæg átt, 3-8 m/s og víða væta, en úrkomulítið SV-lands. Hiti 2 til 7 stig.

Á föstudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og dálítil rigning eða slydda N-lands, en annars skýjað með köflum. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost í innsveitum.

Á laugardag, sunnudag og mánudag:? Útlit fyrir norðaustanátt með úrkomu N- og A-lands og kólnandi veðri.?