Fengu viðurkenningu á 112 deginum
- Tvær stúlkur af Suðurnesjum.
Í dag er 112 dagurinn og af því tilefni afhenti Sigurður Skarphéðinsson, varaslökkviliðsstjóri B.S., tveimur nemendum af Suðurnesjum viðurkenningar í eldvarnaátaki LSS. Það voru þær Aþena Hall Þorkelsdóttir, í 3. bekk BG í Holtaskóla, og Crystal Sandy Sigurbjörnsdóttir, 3. bekk H í Njarðvíkurskóla, sem fengu viðurkenningu.
Á hverju ári er haldin eldvarnarvika í 3. bekk grunnskólanna á öllu landinu. Fræðsla fór fram í síðustu viku nóvember og er í framhaldi af Loga og Glóð, sem er verkefni fyrir elsta árgang í leikskólum.
Verkefnið er unnið í samstarfi Landssambands sjúkra- og slökkviliðsmanna, eignarhaldfélagsins BÍ, TM trygginga, Mannvirkjarstofnunar, slökkviliðana og grunnskóla landsins. Í umdæmi Brunavarna Suðurnesja eru 9 grunnskólar með u.þ.b. 375 nemendur í 3ja bekk.
Einn liður verkefnisins er getraun sem nemendur vinna heima í samstarfi við fjölskyldu sína, þar sem farið er yfir ýmislegt er varðar öryggi heimilanna. Síðan er dregið úr innsendum lausnum og eru veitt 36 viðurkenningar.
Aþena Hall Þorkelsdóttir og Sigurður Skarphéðinsson.