Fengu Umhverfisverðlaun Reykjanesbæjar
Ungmennafélag Íslands og verslunin Persóna við Hafnargötu fengu á dögunum Umhverfisverðlaun Reykjanesbæjar árið 2005. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar valdi aðilana tvo og veitti þeim viðurkenningar auk verðlaunagrips, táknrænan skreyttan kúst.
Í umsögn USR segir að UMFÍ hafi haft umhverfismál ofarlega í huga undanfarið og er skemmst að minnast viðurkenningar sem félagið veitti Bláa Hernum frá Reykjanesbæ fyrr í sumar í samvinnu við Pokasjóð. Leit bærinn á þetta sem tækifæri til að endurgjalda þá viðurkenningu.
Helga Guðjónsdóttir, varaformaður UMFÍ veitti verðlaununum viðtöku ásamt framkvæmdastjóranum Sæmundi Runólfssyni og Einari Haraldssyni stjórnarmanni og formanni Keflavíkur, Íþrótta- og ungmennafélags.
Þá fékk verslunin Persóna viðurkenningu fyrir frumkvæði í umhverfismálum og fyrir að vera leiðandi afl í umgengni við Hafnargötu. Guðmundur Reynisson tók við verðlaununum fyrir hönd þeirra hjóna.
Í umsögn USR segir að UMFÍ hafi haft umhverfismál ofarlega í huga undanfarið og er skemmst að minnast viðurkenningar sem félagið veitti Bláa Hernum frá Reykjanesbæ fyrr í sumar í samvinnu við Pokasjóð. Leit bærinn á þetta sem tækifæri til að endurgjalda þá viðurkenningu.
Helga Guðjónsdóttir, varaformaður UMFÍ veitti verðlaununum viðtöku ásamt framkvæmdastjóranum Sæmundi Runólfssyni og Einari Haraldssyni stjórnarmanni og formanni Keflavíkur, Íþrótta- og ungmennafélags.
Þá fékk verslunin Persóna viðurkenningu fyrir frumkvæði í umhverfismálum og fyrir að vera leiðandi afl í umgengni við Hafnargötu. Guðmundur Reynisson tók við verðlaununum fyrir hönd þeirra hjóna.