Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fengu þriggja mastra skútu í trollið - komu með persónulega muni til Grindavíkur í kvöld
Fimmtudagur 5. maí 2011 kl. 21:48

Fengu þriggja mastra skútu í trollið - komu með persónulega muni til Grindavíkur í kvöld

Áhöfnin á Oddgeiri EA 600 fékk þriggja mastra kanadíska skútu í trollið á Faxaflóa í gær. Skútan kom upp í heilu lagi en brotnaði svo og sökk aftur. Hins vegar varð ýmsilegt úr skútunni eftir í veiðarfærum Oddgeirs EA. Komið var með þá muni til Grindavíkur í kvöld.

Meðal muna sem komu í trollið var myndamappa með fjölda ljósmynda sem hafa náð að varðveitast á hafsbotni síðan árið 2004 þegar skútan fórst. Tveir menn voru á skútunni. Þyrla Landhelgisgæslunnar náði til þeirra á sínum tíma en aðeins annar þeirra lifði slysið af.

Nánar um skútuna og þá muni sem áhöfn Oddgeirs kom með til Grindavíkur hér á vf.is síðar.


Meðfylgjandi mynd er ein fjölmargra sem voru í myndamöppunni. Þetta er mynd af skútunni sem sigldi undir kanadískum fána. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024