Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fengu stórlúðu
Miðvikudagur 26. maí 2010 kl. 08:49

Fengu stórlúðu


Strákarnir á Jóhönnu Gísladóttur ÍS, sem Vísir í Grindavík gerir út, fengu heldur betur væna lúðu á línuna nýverið. Vó hún yfir 80kg eftir því sem aflafrettir.com greina frá og fékkst austur af Eyjum.

Jóhanna Gísladóttir hefur gert það ágætt og er aflahæst línubáta í maí með rúm 230 tonn eftir þrjá róðra, samkvæmt aflalista Aflafrétta.  Skammt á eftir koma tveir aðrir Vísis-bátar, Páll Jónsson rúm 224 tonn og Fjölnir með rúm 200 tonn.

Mynd/www.aflafrettir.com –Þórir Sigfússon.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024