Fengu skipsflak í veiðarfærin
Skipverjar á Sigurfara GK fengu hluta úr skipsflaki í veiðarfærin þegar skipið var að veiðum við Reykjanes fyrir helgi. Komið var til Sandgerðis með brotin úr flakinu. Meðal annars kom upp skrúfa og hæll af báti. Án efa mun rannsóknarnefnd skera úr um af hvaða báti brotin eru sem komu í veiðarfærin.
Sigurfari er að togveiðum og skemmdust veiðarfærin mikið.
VF-mynd: Þetta stóra stykki með áfastri skrúfu og öxli kom meðal annars í veiðarfærin.
Sigurfari er að togveiðum og skemmdust veiðarfærin mikið.
VF-mynd: Þetta stóra stykki með áfastri skrúfu og öxli kom meðal annars í veiðarfærin.