Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fengu sérfræðinga Jarðvísindastofnunar og Landsnets á fund í Vogum
Laugardagur 4. mars 2023 kl. 07:25

Fengu sérfræðinga Jarðvísindastofnunar og Landsnets á fund í Vogum

Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga óskaði eftir því að fá sérfræðinga Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands sem unnið hafa að skýrslum og greinargerðum tengdum náttúru- og eldgosavá í Sveitarfélaginu Vogum og aðila frá Landsneti, á fund nefndarinnar sem fram fór 21. febrúar sl. í tengslum við umsókn um framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu 2.

Ekki kemur fram í fundargerð hvað fram kom á fundinum annað en afgreiðsla skipulagsnefndar sem þakkar aðilum Jarðvísindastofnunnar og Landsnets fyrir samtalið og komuna á fundinn á staðnum og í gegnum Teams-fjarfundarbúnað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024