Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fengu risalúðu
Þriðjudagur 19. maí 2009 kl. 14:07

Fengu risalúðu


Línubeitningarbáturinn Geirfugl GK 66 kom til Grindavíkurhafnar í morgun með fullan bát af lúðu eða um þrjú tonn. Að sögn Hauks Einarssonar, skipstjóra veiða, þeir lúðurnar 100 mílur vestur af landinu og því er um langa leið að fara.

Þetta var annar lúðutúrinn hjá Geirfugli. Gekk þessi mun betur en sá fyrri en þá var bræla. Lúðan er utan kvóta. Stærsta lúðan í þessum túr var engin smá smíði eða 110 kg.

Af www.grindavik.is

Mynd/www.grindavik.is  - Haukur og Óli Björn Björgvinsson útgerðarmaður með lúðuna á milli sín.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024