Fengu reiðhjólahjálma að gjöf
Lionsmenn í Garði færðu börnum í 2. bekk í Gerðaskóla reiðhjólahjálma að gjöf síðastliðinn mánudag.
Kjartan Steinarsson, Anton Hjörleifsson og Ásgeir Steinarsson, félagar í Lionsklúbbnum Garði komu færandi hendi og gáfu börnunum reiðhjólahjálma eins og Lionsklúbburinn hefur gert undanfarin fimm ár. Lögreglan í Keflavík heimsótti börnin einnig og talaði um mikilvægi þess að nota hjálma. Hjálmarnir eru keyptir hjá Olís á Suðurnesjum og geta foreldrar fengið nánari upplýsingar þar. Börnin voru að vonum ánægð með gjöfina sem á eflaust eftir að koma að góðum notum í sumar.
Kjartan Steinarsson, Anton Hjörleifsson og Ásgeir Steinarsson, félagar í Lionsklúbbnum Garði komu færandi hendi og gáfu börnunum reiðhjólahjálma eins og Lionsklúbburinn hefur gert undanfarin fimm ár. Lögreglan í Keflavík heimsótti börnin einnig og talaði um mikilvægi þess að nota hjálma. Hjálmarnir eru keyptir hjá Olís á Suðurnesjum og geta foreldrar fengið nánari upplýsingar þar. Börnin voru að vonum ánægð með gjöfina sem á eflaust eftir að koma að góðum notum í sumar.