Fengu pokann í skrúfuna
Strákarnir á Benna Sæm GK réttu félögum sínum á systurskipinu Sigga Bjarna GK hjálparhönd í gær og drógu skipið til hafnar í Helguvík þar sem Siggi Bjarna GK hafði fengið pokann í skrúfuna þar sem hann var á dragnótarveiðum í Garðsjónum. Kafari var fenginn til að skera pokann lausan. Benni Sæm og Siggi Bjarna eru báðir svokölluð Kínaskip. Það er Nesfiskur í Garði sem gerir út skipin.
Myndin: Benni Sæm GK og Siggi Bjarna GK koma til hafnar i Helguvík í gær.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Myndin: Benni Sæm GK og Siggi Bjarna GK koma til hafnar i Helguvík í gær.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson