Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fengu líka gull fyrir köldu réttina
Landslið matreiðslumanna. Viktor Örn er annar f.v. í neðri röð en Þráinn Freyr fjórði.
Miðvikudagur 26. nóvember 2014 kl. 20:16

Fengu líka gull fyrir köldu réttina

- tvenn gullverðlaun. Heimsmeistarar verða kynntir á morgun.

Landslið matreiðslumanna, með yfirmatreiðslumenn veitingastaðarins LAVA í Bláa Lóninu í fararbroddi, fengu gullverðlaun fyrir köldu réttina, rétt í þessu. Hópurinn fékk á dögunum einnig gullverðlaun fyrir heita matinn. 

Viktor Örn Andrésson og Þráinn Freyr Vigfússon fara fyrir landsliði matreiðslumanna á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Luxemburg. Þráinn Freyr er fyrirliði og Viktor Örn liðsstjóri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024