Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fengu Grænfánann í þriðja sinn
Starfsfólk Lautar dregur fáninn að húni undir vökulum augum nemenda.
Þriðjudagur 30. júní 2015 kl. 09:49

Fengu Grænfánann í þriðja sinn

Leikskólinn Laut í Grindavík.

Leikskólinn Laut fékk í gær afhentan Grænfánann í þriðja sinn. Börnin komu saman og í sameiningu var fáninn dreginn að húni. Síðan var boðið upp á grænt grænmeti og ávexti í tilefni dagsins. Vefsíða Grindavíkurbæjar greinir fá. 

Markmið verkefnis að þessu tagi er meðal annars að:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

• Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.


• Efla samfélagskennd innan skólans.


• Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.


• Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.


• Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.


• Efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu.


• Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning

.

Næstu tvö árin verður unnið með þemað „Flag í fóstur“ en þá velur hver heimastofa einhvern stað í nærumhverfi leikskólans. Síðan verður svæðið grætt upp í sameiningu. Fleiri myndir frá deginum má sjá á heimasíðu Lautar.