Fengu föðurlegt tiltal frá löggunni
Tveir ungir menn voru að leik hættulega nálægt Hringbrautinni í Keflavík og ögruðu bílstjórum sem þar óku hjá. Það sem ungu mennirnir vissu ekki var að lögreglan var í næsta húsi og sá til þeirra. Lögreglumaður rölti því frá lögreglustöðinni, yfir götuna, og veitti ungu mönnunum föðurlegt tiltal og bað þá um að færa sig fjær götunni, enda getur verið hættulegt að vera að leik svona nálægt mikilli umferðargötu.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson