Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fengu æfingasprengju í dragnótina
Miðvikudagur 7. apríl 2004 kl. 11:44

Fengu æfingasprengju í dragnótina

Áhöfn dragnótabátsins Arnar KE 14 fengu sprengju, að talið var, í dragnótina síðdegis í gær. Sprengjudeild Landhelgisgæzlunnar var kölluð til og tóku sprengjusérfræðingar á móti Erni KE þegar hann kom til Sandgerðis í gærkvöldi. Fljótlega kom í ljós að sprengjan var hættulaus, þar sem um svokallaða æfingasprengju var að ræða.

 

Meðfylgjandi ljósmyndir tók Hilmar Bragi þegar komið var með sprengjuna til Sandgerðis í gærkvöldi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024