Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fengu 204 umsóknir um sex lóðir
Sunnudagur 29. september 2024 kl. 06:11

Fengu 204 umsóknir um sex lóðir

Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar sér fram á mikla vinnu við að úthluta sex lóðum við Tjarnabraut í Innri-Njarðvík. Alls bárust 204 umsóknir um þessar örfáu lóðir. Fara þarf yfir umsóknir og fylgiskjöl í samræmi við reglur um lóðaúthlutanir.

„Þar sem margir aðilar sóttu um sömu lóðirnar mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa og starfsmönnum umhverfis- og framkvæmdasviðs er falinn útdráttur milli gildra umsókna og leggja fyrir fund umhverfis- og skipulagsráðs til úthlutunar,“ segir í afgreiðslu ráðsins frá 20. september.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024