Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 23. desember 2003 kl. 10:11

Fellur jólasnjórinn í nótt?

Líkur eru á því að jólasnjórinn falli í kvöld eða nótt, aðfaranótt aðfangadags. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir útlit fyrir að jörð verði hvít um mestallt eða allt land á aðfangadagskvöld og jóladag, það sé helst suðvestanlands sem snjó kunni að taka upp.
Í morgun kl. 6 var suðaustan og austan 10-15 m/s, en hægari austantil. Rigning eða slydda, en skýjað og þurrt að kalla norðaustantil. Hlýjast var 7 stiga hiti á Sámsstöðum í Fljótshlíð, en kaldast 3 stiga frost á Egilsstöðum.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) suðvestantil á landinu og á Miðhálendinu í kvöld.

Suðaustan 10-15 m/s og rigning eða slydda. Gengur í suðvestan 13-18 með skúrum eða slydduéljum eftir hádegi, en styttir upp austantil. Suðvestan 15-23 m/s suðvestanlands í kvöld. Hiti 3 til 8 stig, en fer kólnandi síðdegis. Suðvestan 10-15 og skúrir eða slydduél með suðurströndinni á morgun, en gengur í norðan 10-15 með snjókomu um norðanvert landið, fyrst á Vestfjörðum. Annars staðar hægari suðvestlæg átt og skúrir eða él, en bjartviðri austanlands. Frost 0 til 5 stig, en hiti rétt yfir frostmarki allra syðst.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Suðaustan 13-18 m/s og rigning, en suðlægari þegar kemur fram á morguninn. Suðvestan 13-18 og skúrir eða slydduél nálægt hádegi, en 18-25 í kvöld. Hiti 4 til 8 stig, en kólnandi veður síðdegis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024