Féllu af hestbaki og slösuðust
Tvær 10 ára gamlar stúlkur slösuðust á höfði á þegar þær féllu af hestbaki á svæði hestamannafélagsins Mána við Mánagrund í Reykjanesbæ í dag.Hestarnir fældust þegar strákar á torfærumótorhjólum óku hjá. Lögreglu hefur ekki tekist að hafa uppá ökumönnum hjólanna. Farið var með stúlkurnar til læknis sem gerði að meiðslunum.