Fella úr gildi reglur um styrkveitingar til enduruppbyggingar gamalla húsa
Reglur um styrkveitingar Grindavíkurbæjar til uppbyggingar gamalla húsa í Grindavík, voru til umfjöllunar á síðasta bæjarráðsfundi. Sviðsstjóri Frístunda- og menningarsviðs, Eggert Sólberg Jónsson sat fundinn og er það mat nefndarinnar að reglurnar sem eru frá 2006, séu orðnar úreldar og leggur nefndin til að fella þær úr gildi. Samþykkti bæjarráð að leggja það til við bæjarstjórn.
Eigendur gamalla húsa í Grindavík munu því hér eftir, sækja um styrk til Húsafriðunarnefndar en það er ein af ríkisstofnunum. Sum hús eru friðuð og má ekki gera neitt nema með samþykki nefndarinnar en hún ræður yfir sjóði og er hægt að sækja um styrk til endurbyggingarinnar.