Fella niður fasteignaskatt
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti einróma á fundi sínum á fimmtudag að lækka eða fella niður fasteignaskatt hjá þeim elli- og örorkulífeyrisþegum sem lægstar hafa tekjurnar.
Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga er þeim heimilt að lækka eða fella niður fasteignaskatt sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða. Sveitarstjórn er skylt að setja reglur um beitingu þessa ákvæðis, svo sem um tekjumörk, tekjuflokka og hvort lækkun er í formi fastrar krónutölu eða hlutfalls af fasteignaskatti.