Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 14. mars 2000 kl. 20:50

Féll útbyrðis

Skipstjórinn á Austurborg GK 1 tilkynnti lögreglu síðdegis á föstudag að þeir væru á leið með sjómann í land sem hefði fallið útbyrðis. Maðurinn hafði verið við vinnu sína á þilfarinu og fallið útbyrðis en engi vitni voru að slysinu. Þegar slysið átti sér stað var skipið á dragnótarveiðum á hafnarleirnum. Skipverjar notuðu björgunarnet og björgunarhring til að bjarga manninum. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar þega hann kom á land, en hann var orðinn mjög kaldur eftir volkið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024