Mánudagur 22. maí 2017 kl. 10:24
Féll út stiga og ökklabrotnaði
Karlmaður í Njarðvík slasaðist þegar hann féll úr stiga í bílskúr sínum um helgina. Hann hafði verið að sækja hrífu upp á milliloft þegar óhappið varð. Við fallið hlaut hann opið beinbrot á ökla og var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi.