Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Féll úr stiga og handarbrotnaði
Laugardagur 29. september 2012 kl. 08:33

Féll úr stiga og handarbrotnaði

Vinnuslys varð í Grindarvík í vikunni er maður féll úr fimm þrepa álstiga og handarbrotnaði. Verið var að klæða loft í nýju húsnæði þegar óhappið varð.

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum og var maðurinn svo fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þaðan var hann fluttur á slysadeild Landspítala, þar sem gert var að meiðslum hans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024