Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Féll úr stiga á gasgrill
Mánudagur 24. október 2005 kl. 01:25

Féll úr stiga á gasgrill

Á laugardag kl. 15:12 var tilkynnt til lögreglunnar að maður hafi slasast í Ásahverfi í Njarðvík. Tildrög slyssins voru þau að hann var að setja upp sjónvarpsloftnet og hafði reist stiga upp við hús í Klettási í Njarðvík, til að framkvæma það. Er hann var kominn í efsta þrepið rann stiginn til hliðar og maðurinn féll á gasgrill sem var þar undir og síðan í hellulagða stétt.
Hann kenndi sér meins í öxl, mjöðm, baki og hendi. Sjúkrabifreið flutti hann á HSS.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024