Féll úr fjögurra metra hæð
Vinnuslys varð í Sementsafgreiðslunni í Keflavík þegar starfsmaður féll úr um fjögurra metra hæð og hlaut höfuðáverka.
Maðurinn var að spúla tank sementsbifreiðar þegar óhappið varð. Á tanki bifreiðarinnar er göngubretti með handriði og svo virtist sem maðurinn hafi fallið fram af því. Hann var fluttur af vettvangi með sjúkrabifreið og Vinnueftirlitinu gert viðvart.