Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Féll úr bifreið á flughlaði flugstöðvarinnar
Þriðjudagur 26. febrúar 2019 kl. 14:23

Féll úr bifreið á flughlaði flugstöðvarinnar

Nokkuð hefur verið um óhöpp og brot á lögum í umferðinni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Starfsmaður féll úr rafmagnsbifreið á ferð á flughlaði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Vinnueftirlitinu var gert viðvart um málið.

Þá var ökumaður, sem var á ferð við flugstöðina, stöðvaður við hefðbundið eftirlit. Í aftursæti bifreiðar hans var fimm manna erlend fjölskylda, foreldrar með þrjú börn á aldrinum 1 – 3 ára. Börnin voru án öryggis- og verndarbúnaðar, það yngsta í kjöltu föður síns og hin tvö spennt saman í eitt öryggisbelti. Var fjölskyldan öll saman í sæti sem rúma átti þrjá einstaklinga. Ökumaðurinn á yfir höfði sér sekt og málið er tilkynnt til barnaverndar.

Enn fremur stöðvaði lögregla sautján ára ökumann sem var réttindalaus. Að auki hafði viðkomandi tekið bifreiðina ófrjálsri hendi. Málið var tilkynnt forráðamönnum og barnavernd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024