Féll til jarðar og fór úr axlarlið
Ellefu ára gamalt barn var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um hádegi á föstudag eftir að hafa fallið til jarðar af handriði og slasast.Í fallinu bar barnið fyrir sig hendi og fór úr axlarlið við lendingu á grófu undirlagi. Barninu var „kipp í lið“ að nýju og fékk að fara heim að lokinni aðhlynningu læknis.