Féll niður 20 metra við Kleifarvatn
Björgunarsveitin Þorbjörn kölluð út á hæsta forgangi í fyrrinótt þegar maður féll niður 20 metra klett við Kleifarvatn. Hélt sveitin þegar af stað ásamt sjúkraflutningamönnum og voru fyrstu aðilar komnir á staðinn stuttu síðar.
Maðurinn var með meðvitund þegar að var komið en var staddur töluvert upp í hlíðinni svo það þurfti að bera hann smá spöl niður þar sem hann að lokum komst í sjúkrabíl.