Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Féll milli skips og bryggju
Sunnudagur 25. mars 2007 kl. 22:02

Féll milli skips og bryggju

Slökkviliði Brunavarna Suðurnesja barst beiðni um lífsbjörgun á áttunda tímanum í gærmorgun þegar maður féll milli báts og bryggju í Njarðvíkurhöfn. Þetta kemur fram á heimasíðu BS.

Sjúkrabíll ásamt slökkviliðsbíl mönnuðum slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum, m.a. í flotgöllum, fóru á vettvang til aðgerðar, en maðurinn var þá komin úr sjónum. 

Sjúkrabíllinn flutti manninn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar og er hann við góða heilsu eftir volkið. 

Atvikið gerðist þannig að maðurinn féll í sjóinn þegar landgangur sporðreystist.  Björgunarsveitir ásamt kafara voru að auki kallaðar á vettvang en fljótlega afturkallaðar því tilfellið fór betur en áhorfðist í upphafi.  Rólegt var hjá BS framan af helginni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024