Féll í stiga og rotaðist
Lögreglan á Suðurnesjum var um helgina kölluð að skemmtistað í umdæminu þar sem karlmaður hafði dottið í stiga með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund. Talið var að höfuð hans hefði skollið í vegg í fallinu og hann rotast. Sjúkraflutningamenn komu skömmu síðar á vettvang og veittu manninum aðhlynningu.
Hann komst fljótlega til meðvitundar og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til frekari aðhlynningar og skoðunar. Maðurinn fékk að fara heim að því loknu.