Féll í gegnum falskt milliloft á steypt gólf
Vinnuslys varð í húsnæði Bílasölu Keflavíkur í dag. Maður féll milli hæða og var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús.Maðurinn steig í gegnum gifsplötu í fölsku lofti yfir inngangi að bónstöð. Maðurinn féll niður í gegnum loftið, hafnaði á opinni hurð og féll þaðan í steypt gólfið.Samkvæmt upplýsingum lögreglu er maðurinn óbrotinn en allur marinn og blár. Hann hefur fengið að fara heim af sjúkrahúsi.