Féll fullur úr stiga
Maður féll úr stiga á Vatnsleysuströnd í gærkvöldi og var óskað eftir sjúkrabifreið á staðinn. Hlaut maðurinn skurð á hnakka og var saumaður 10 spor. Maðurinn var mikið ölvaður og að læknisaðgerð lokinn var hann vistaður í fangageymslu til morguns.






