Féll fjóra metra ofan af húsþaki
	Flytja þurfti karlmann með sjúkrabifreið á Landspítala um helgina eftir að hann hafði fallið af þaki húss í Keflavík. Hann hafði verið að skipta um bárujárn á þakinu þegar hann tók að renna niður það og féll um fjóra metra til jarðar.  Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti atvikið til Vinnueftirlitsins.
	Annað vinnuslys varð þegar starfsmaður datt fyrir utan flugeldhús í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Viðkomandi var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
	Þá varð slys þegar kona féll í hrauninu við Keili.  Hún var flutt með sjúkrabifreið undir læknis hendur.
				
	
				

 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				