Féll af reiðhjóli og rotaðist
Ung stúlka féll af reiðhjóli í Keflavík í fyrradag og rotaðist. Töluverð hálka var á götum bæjarins þegar óhappið varð. Lögregla og sjúkralið á Suðurnesjum voru kvödd á slysstað. Stúlkan var ekki með öryggishjálm þegar hún datt og var hún flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar var ákveðið að flytja hana á Landspítalann vegna höfuðáverka sem hún hafði hlotið við fallið.