Féll af mótorhjóli
Mórorhjólaslys varð sl. laugardag við Eldvörp, Grindavík, þegar ökumaður missti stjórn á hjóli sínu í beygju og féll af því. Hann var fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur.
Auk þessa hafa orðið nokkur umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Tveir ökumenn óku á ljósastaura og í þriðja tilvikinu losnaði tengivagn aftan úr bifreið og endaði á hliðinni eftir að hafa lent á ljósastaur.
Tveir erlendir ökumenn sem voru að bakka út úr stæðum við Nettó ráku bifreiðir sínar saman og bifreið var ekið aftan á aðra í Njarðvík.
Tveir erlendir ökumenn sem voru að bakka út úr stæðum við Nettó ráku bifreiðir sínar saman og bifreið var ekið aftan á aðra í Njarðvík.