Féll af húsþaki
Maður féll af húsþaki við Hafnargötuna í dag og hlaut höfuðáverka. Hann var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík.Maðurinn var að mæla fyrir nýju þakjárni á húsi við Hafnargötuna. Þakið var blautt og virðist sem maðurinn hafi runnið í bleytunni og fallið 5-6 metra niður á stéttina. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var maðurinn með rænu þegar að var komið en höfuðáverka.