Þriðjudagur 30. maí 2000 kl. 02:11
Féll af hestbaki
Kona féll af hestbaki síðdegis á sunnudag og var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar þar sem hún kenndi til í baki, öxlum og síðu. Konan var í reiðtúr við Hringbraut í Keflavík, á móts við Heiðarberg, þegar slysið átti sér stað.