Féll af bifhjóli
Í gærkvöldið féll ökumaður bifhjóls af hjóli sínu þar sem hann ók í Keflavík. Hafði hann verið að nálgast gatnamót þegar bifreið var ekið í veg fyrir hann. Ökumaður bifhjólsins snögghemlaði með fyrrgreindum afleiðingum. Var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en hann fann til eymsla í fótum og baki.
Fyrr í gær barst lögreglunni svo tilkynning um umferðarslys á Reykjanesbraut í Hvassahrauni. Þar hafði jeppabifreið farið út fyrir veg. Ökumaður bifreiðarinnar sem var einn á ferð var fluttur með sjúkrabifreið til sjúkrahúss í Reykjavík þar sem hugað var að meiðslum hans.
Fyrr í gær barst lögreglunni svo tilkynning um umferðarslys á Reykjanesbraut í Hvassahrauni. Þar hafði jeppabifreið farið út fyrir veg. Ökumaður bifreiðarinnar sem var einn á ferð var fluttur með sjúkrabifreið til sjúkrahúss í Reykjavík þar sem hugað var að meiðslum hans.