Féll af baki vegna hávaða frá torfæruhjólum - vitni óskast
Stúlka féll af hestbaki í Grindavík í gær og hlaut áverka á baki þegar hestur hennar fældist við hávaða frá torfæruhjólum, sem ekið var um í næsta nágrenni við hesthúsahverfið þar í bæ. Að sögn vitnis fældust mörg hross við lætin í hjólunum. Bifhjólamennirnir voru enn í næsta nágrenni þegar lögregla og sjúkralið voru á staðnum en héldu sig í hæfilegri fjarlægð og óku að lokum í burtu með miklum gauragangi, segir í dagbók lögreglunnar.
Lögreglan á Suðurnesjum biður þá að hafa samabnd sem geta gefið upplýsingar um hvaða ökumenn þarna voru á ferðinni.
Lögreglan á Suðurnesjum biður þá að hafa samabnd sem geta gefið upplýsingar um hvaða ökumenn þarna voru á ferðinni.