Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Féll 3-4 metra niður í brunarústum
Mánudagur 14. febrúar 2011 kl. 12:48

Féll 3-4 metra niður í brunarústum

Annríki var hjá sjúkraflutningamönnum í Reykjanesbæ í morgun. Á örfáum mínútum komu þrjú útköll þannig að allir sjúkrabílar Brunavarna voru uppteknir og tækjabíll slökkviliðsins að auki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Eins og greint hefur verið frá hér á vf.is varð umferðarslys á Grindavíkurvegi þar sem ökumaður festist undir bíl. Þangað fór einn sjúkrabíll og tækjabíll.

Á svipuðum tíma varð vinnuslys í brunarústum við Bolafót. Þar féll maður niður 3-4 metra. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og er þar til skoðunar þegar þetta er skrifað.


Þá kom einnig útkall á Ásbrú þar sem skyndileg veikindi urðu og koma þurfti sjúklingi hratt undir lækishendur.



Meðfylgjandi myndir eru teknar við brunarústirnar við Bolafót í morgun og á Grindavíkurvegi. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi