Félagsútilega Heiðabúa - Jólin tekin snemma
Helgina 15. til 17. október fór skátafélagið Heiðabúar í sína árlegu haustfélagsútilegu. Í þá útilegu mæta flestir skátar félagsins og þátttakan í ár var mjög góð en yfir 90 skátar úr Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði mættu í útileguna, sem haldinn var í Vindáshlíð. Á dagskrá var meðal annars póstaleikur, markferð, kvöldvökur, næturleikur og miðnæturdiskó dróttskáta.
Að öðrum ólöstuðum má segja að skátasveitin Brynjan úr Garðinum hafi staðið sig best allra. Hún hirti öll verðlaun sem hægt var að hirða utan tveggja og var þegar uppi var staðið með besta flokk Heiðabúa þriðju félagsútileguna í röð. Sá heiður hlotnast þeim flokki sem talinn er hafa staðið sig best í heildarstigagjöf yfir helgina.
Flokkurinn Flóðhestar úr drengjasveit í Keflavík fékk verðlaun fyrir góðan árangur í póstaleik og svo í næturleik.
Þema helgarinnar var litir og klæddust krakkarnir mismunandi litum eftir því hvaða sveit þeir voru í. Einnig var sérstakt leyniþema í gangi um helgina, dróttskátar eyddu aðfaranótt laugardagsins í það að skreyta allt húsið með jólaskrauti og voru skátarnir ræstir með ómfögrum jólalögum á laugardagsmorgunn. Eftir að hafa eytt deginum í krefjandi og skemmtilegri dagskrá var jólamatur á borðum um kvöldið og pakkar undir jólatrénu. Þetta var einkar vel heppnað og flestir í góðu jólaskapi þegar komið heim seinnipart sunnudagsins.
Myndir úr útilegunni munu birtast á heimasíðu félagsins www.heidabuar.tk á næstu dögum.
Aðalstyrktaraðilar útilegunnar voru Samkaup hf. og Ölgerðin ehf. og færa skátarnir þeim bestu þakkir fyrir veittan stuðning.
Myndin er úr safni Heiðabúa
Að öðrum ólöstuðum má segja að skátasveitin Brynjan úr Garðinum hafi staðið sig best allra. Hún hirti öll verðlaun sem hægt var að hirða utan tveggja og var þegar uppi var staðið með besta flokk Heiðabúa þriðju félagsútileguna í röð. Sá heiður hlotnast þeim flokki sem talinn er hafa staðið sig best í heildarstigagjöf yfir helgina.
Flokkurinn Flóðhestar úr drengjasveit í Keflavík fékk verðlaun fyrir góðan árangur í póstaleik og svo í næturleik.
Þema helgarinnar var litir og klæddust krakkarnir mismunandi litum eftir því hvaða sveit þeir voru í. Einnig var sérstakt leyniþema í gangi um helgina, dróttskátar eyddu aðfaranótt laugardagsins í það að skreyta allt húsið með jólaskrauti og voru skátarnir ræstir með ómfögrum jólalögum á laugardagsmorgunn. Eftir að hafa eytt deginum í krefjandi og skemmtilegri dagskrá var jólamatur á borðum um kvöldið og pakkar undir jólatrénu. Þetta var einkar vel heppnað og flestir í góðu jólaskapi þegar komið heim seinnipart sunnudagsins.
Myndir úr útilegunni munu birtast á heimasíðu félagsins www.heidabuar.tk á næstu dögum.
Aðalstyrktaraðilar útilegunnar voru Samkaup hf. og Ölgerðin ehf. og færa skátarnir þeim bestu þakkir fyrir veittan stuðning.
Myndin er úr safni Heiðabúa