Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Félagsmenn tilbúnir í verkfallsslag
Mánudagur 11. maí 2015 kl. 14:39

Félagsmenn tilbúnir í verkfallsslag

– VSFK og VS sameinast í verkfallsaðgerðum

Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfallsboðun félagsmanna Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og Verslunarmannafélags Suðurnesja. Atkvæðagreiðslan fer fram dagana 12. til 19. maí næstkomandi. Skipulag aðgerða verður með þeim hætti að dagana 28. maí – 5. júní verða tveggja daga verkföll í tilteknum atvinnugreinum á félagssvæði VSFK og VS. Frá og með 6. júní hefst síðan ótímabundið allsherjarverkfall. U.þ.b. 5000 félagsmenn starfa á samningssvæði þessara félaga. Það er því ljóst að þessar aðgerðir munu hafa veruleg lamandi áhrif á atvinnulíf hér á á Suðurnesjum.

„Staðan er afar flókin og erfið. Fyrst og fremst er staðan erfið vegna þess að traust og trúverðugleika vantar gagnvart ríkisstjórninni. Stjórnvöld hafa svikið launafólk, með samráðsleysi og beinum svikum. Við horfum til þeirrar nýju kjarastefnu sem ríki og sveitarfélög mótuðu þvert á þá kjaramálastefnu sem lögð var á gagnvart fólki á almennum vinnumarkaði,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður VSFK.

Kristján bendir á að háskólamenn hjá sveitarfélögum hafi fengið ríflega 9% launahækkun í eins árs samningi, síðan var samið við kennarar á öllum skólastigum um 30% í tveggja og hálfsárssamningi og lokapunkturinn var svo samningur við lækna um 30% hækkun fyrir hópa sem hafa 1,2 milljónir í meðaltekjur.

„Þegar við mætum Samtökum atvinnulífsnis nú við samningaborðið er svigrúmið allt annað, rúm þrjú prósent svona rúmlega þó, annars fer allt á hliðina. Það getur ekki verið að verkafólk eigi eitt að bera ábyrgð á verðbólgu og stöðugleika í þjóðfélaginu,“ segir Kristján.
„Það eru þung og erfið skref að þurfa að grípa til verkfalla. Tveir mánuðir eru liðnir síðan samningar runnu út og ekkert að gerast sem heitið getur. Félagsmenn hafa gefið það rækilega til kynna að þeir eru tilbúnir í slaginn,“ segir Kristján að lokum í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024