Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Félagsmálaráðuneytið gerir ekki athugasemdir
Miðvikudagur 21. nóvember 2007 kl. 12:41

Félagsmálaráðuneytið gerir ekki athugasemdir

Félagsmálaráðuneytið gerir ekki athugasemdir við það að Fasteign ehf verði skipt upp í A og B hluta, samkvæmt því sem fram kom á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í gær. Eftir að málið kom til tals hjá bæjaryfirvöldum fyrir nokkru var ákveðið samhljóða að vísa því til umsagnar Félagsmálaráðuneytis.

Eysteinn Jónsson, (A) hóf umræðu um málið í gær og sagði að áður en þessi formbreyting yrði gerð á Fasteign þyrfti að liggja fyrr hver verðmætaaukningin yrði fyrir Reykjanesbæ. Það kæmi hvergi fram í fyrirliggjandi gögnum. Þá spyrði hann hvers vegna ekki hafi verið gerð sérstök álitsgerð fyrir Reykjanesbæ í því sambandi heldur einungis fyrir Fasteign.

„Ég held að þarna séu ákveðnir þættir sem við getum fengið skýrari svör við áður en við tökum endanlega afstöðu. Þó okkur sýnist í grunninn að þetta geti verið mjög áhugavert þá er mjög mikilvægt að einstaka þættir séu skoðaðir og einstaka setningar sem geta skipt sköpum ef við gætum ekki að okkur,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri. Nefndi hann að öll gögn sem tengdust málinu væru á leið til bæjarfulltrúana, m.a. lögfræðiálitsgerðir sem væru samhljóða í þá veru að þessi leið, þ.e. að skipta Fasteign í tvo hluta, væri ákveðið öryggi fyrir sveitarfélögin.

Í máli Árna kom einnig fram að þegar þetta mál kom upp hafi fulltrúar sveitarfélaganna komið sér saman um að fá sameiginlega álitsgerð. Hún ætti því ekki að gefa ekki skakka mynd þó hún hefði verið unnin í gegnum Fasteign.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024