Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Félagsmálaráðherra ræðir skuldavanda Suðurnesjamanna í kvöld
Þriðjudagur 4. maí 2010 kl. 14:18

Félagsmálaráðherra ræðir skuldavanda Suðurnesjamanna í kvöld

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, heldur borgarafund á veitingahúsinu Ránni í Reykjanesbæ í kvöld þar sem hann mun fara yfir skuldastöðu heimilanna, ræða um bætta réttarstöðu skuldara og benda á lausnir sem henta mismunandi hópum. Fundurinn hefst kl. 20:30 og er gert ráð fyrir að honum ljúki kl. 22:00


Í samtali við Víkurfréttir sagði Árni Páll að á fundinum verði farið yfir stöðuna á íslenskum heimilum á mannamáli og þau úrræði sem séu komin fram verði útskýrð. Einnig verði kynntar lausnir sem séu í farvatninu bæði í húsnæðis- og bílalánum. Árni Páll sagði að fjölbreyttar leiðir séu í boði fyrir skuldara í dag og þær miði ekki allar að því að koma fólki til bjargar sem sé komið í þrot, heldur séu einnig úrræði fyrir þá sem hafa lent í tímabundnum erfiðleikum og eigi möguleika á að sjá til lands með tímabundnum breytingum.


Aðspurður hvort skuldastaða Suðurnesjamanna sé verri en annars staðar á landinu, sagðist Árni Páll ekki hafa tölur um slíkt. Hins vegar sýna tölur að atvinnuleysi og skuldavandi fylgjast að og því ekki ólíklegt að fjöldi Suðurnesjamanna eigi í vanda og hafi fullt erindi á fundinn í kvöld.


Árni Páll sagði að á fundinum í kvöld komi hann og aðrir fulltrúar stjórnvalda einnig til með að hlusta á fyrirsprunir og hugmyndir frá Suðurnesjamönnum í þessum málaflokki og reyna að mæta þeim kröfum sem koma fram. Þá verður lögfræðingur og ráðgjafi frá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna til viðtals.