Félags-og barnamálaráðherra fundaði með SSS og SAR
Ásmundur Einar Daðason félags-og barnamálaráðherra ásamt starfsfólki heimsóttu Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum í dag. Fulltrúar SAR, Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi, sátu einnig fundinn og gafst gott tækifæri til skoðannaskipta, segir á Facebook-síðu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
„Mikilvægt er að allir leggist á eitt á komandi mánuðum og vinni sig saman út úr náttúruhamförum sem Covid-19 eru,“ segir orðrétt á síðunni.